Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. ágúst 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá verður það eins og að fá nýjan leikmann"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Agla María Albertsdóttir var fjarri góðu gamni þegar Breiðablik tapaði 1-0 gegn Val í Bestu deild kvenna í vikunni.

Blikar hafa saknað hennar sárt en hún hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.

Nik Chamberlain, þjálfari Blika, var spurður út í stöðuna á Öglu Maríu eftir leikinn á Hlíðarenda en það eru rúmar tvær vikur í að þessir risar mætist aftur í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli.

„Það verða líklega þrjár til fjórar vikur í að hún snýr aftur," sagði Nik eftir leikinn í gær.

„Þetta eru erfið meiðsli og liðband sem rifnaði. Við erum enn að bíða eftir henni. Þegar hún kemur til baka þá verður það eins og að fá nýjan leikmann. Hún kemur inn fyrir lokahlutann og ef við erum enn í baráttu, þá mun það gefa okkur mikið."

Nik sagði jafnframt að Breiðablik væri að skoða möguleika á markaðnum. Það þyrfti að vera rétti leikmaðurinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Nik svekktur: Þannig er bara best fyrir mig að lýsa því
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner