Víkingur R. gerði jafntefli við Gróttu í Lengjudeild kvenna í kvöld.

„Bara mjög sterkt að koma til baka allavegana, svolítið eins og síðast í bikarnum þegar við enduðum líka 2-0 undir. En ég meina við samt lítum smá á þetta sem tap, okkur langaði að vinna þetta.“ sagði Nadía Atladóttir, leikmaður Víking R. eftir 2-2 jafntefli við Gróttu í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 2 Víkingur R.
„Bara stíga upp, gera betur og hætta að láta þær setja okkur niður.“
„Við erum nýtt lið og við erum ekki búnar að spila mikið saman, þessar stelpur. En ég meina við erum bara að verða sterkari og sterkari og það er eitthvað að breytast, ég veit það og við vitum það allar og við erum alveg að stíga upp. Ég held að þetta muni skila okkur eitthverju mjög góðu.“
Víkingur R. tekur á móti Haukum í næstu umferð og telur Nadía að liðið sitt eigi góðan séns á móti þeim.
„Bara vel, ég meina við unnum þær síðast og við vorum bara betri í þeim leik.“
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir