Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. september 2022 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Steini: Verður gaman að sjá fólkið sem tuðar mest á samfélagsmiðlum
Icelandair
Þorsteinn ræðir við Ólaf Pétursson aðstoðarmann sinn á æfingu Íslands í Laugardalnum í gær. Hann vill fá samfélagsmiðlatuðarana á Laugardalsvöll.
Þorsteinn ræðir við Ólaf Pétursson aðstoðarmann sinn á æfingu Íslands í Laugardalnum í gær. Hann vill fá samfélagsmiðlatuðarana á Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það verður gaman að sjá fólkið sem tuðar mest á samfélagsmiðlum mæta á völlinn," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands á fréttamannafundi í gær. Ísland mætir Hvíta Rússlandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli klukkan 17:30 í dag og hann segir liðið eiga stuðningsinn skilinn.

Smelltu hér til að fara í miðasöluna


„Það er hluti af þessu. Umræða um karla og kvenna og svoleiðis. Úti í heimi horfum við á hvert áhorfendametið á fætur öðru og við þykjumst vera bestu stuðningsmenn í heimi. Það er kominn tími til að við sýnum það og sönnum fyrir stelpunum. Þær eiga það skilið og ekkert annað!" bætti Steini við.

Laugardalsvöllur tekur 9800 áhorfendur í sæti en þegar fréttamannafundurinn fór fram í hádeginu í gær hafði aðeins verið búið að úthluta 3300 miðum úr miðasölukerfi KSÍ. Sá fjöldi er svipaður og fjöldi Íslendinga á hverjum leik á Evrópumótinu í Englandi í sumar.

„Við erum að ná fínum árangri, erum með gott landslið með mikla möguleika og áhorfendur skipta okkur máli," sagði hann.

„Áhorfendur hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, pressa og ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner