Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
14. umferð Pepsi Max-deildarinnar kláraðist loks í gær en umferðin hófst með leik Fylkis og Fjölnis þann 25. ágúst. Það er einmitt úr þeim leik sem við sækjum leikmann umferðarinnar.
„Stjórnaði miðju Fylkis eins og kóngur í ríki sínu. MOTM frá bæði mér og vallargestum," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson, fréttamaður Fótbolta.net, um frammistöðu Ólafs Inga Skúlasonar í 2-0 sigri Fylkis gegn Fjölni.
„Alltaf gott að vinna, þetta var hörkuleikur. Mér fannst við vera góðir, góðir úti á velli, vorum kannski í smá basli inni á síðasta þriðjung að skapa okkur einhver afgerandi færi en vorum töluvert meira með boltann og létum hann ganga vel á milli manna, komumst yfir úr föstu leikatriði og svo hleypum við þeim aðeins inn í leikinn og þeir voru alveg líklegir til þess að jafna þangað til að við skorum þetta annað mark. En fyrst og fremst er ég ánægður með stígin þrjú," sagði Ólafur eftir leikinn.
Ólafur hefur mikið verið í umræðunni síðustu daga, eins og allir lesendur vita, en það tengist ekkert þessu ágústkvöld í Árbænum.
Ólafur er 37 ára, á langan atvinnumanna- og landsliðsferil að baki. Á þessu ári tók hann við nýju hlutverki hjá sínu uppeldisfélagi. Hann er spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.
„Óli hefur verið með aukaæfingar og leikgreiningar. Hann hefur átt sinn þátt í því að fá upp enn meira hjarta í liðinu. Hann kann þetta og er mikilvægur inni í klefanum og milli leikja." sagði Þorsteinn Lár Ragnarsson, stuðningsmaður Fylkis, þegar hann rýndi í Fylkisliðið fyrr á tímabilinu.
Árbæingar hafa komið mörgum á óvart og eru í hörkubaráttu um að spila í Evrópukeppni á næsta ári.
„Stjórnaði miðju Fylkis eins og kóngur í ríki sínu. MOTM frá bæði mér og vallargestum," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson, fréttamaður Fótbolta.net, um frammistöðu Ólafs Inga Skúlasonar í 2-0 sigri Fylkis gegn Fjölni.
„Alltaf gott að vinna, þetta var hörkuleikur. Mér fannst við vera góðir, góðir úti á velli, vorum kannski í smá basli inni á síðasta þriðjung að skapa okkur einhver afgerandi færi en vorum töluvert meira með boltann og létum hann ganga vel á milli manna, komumst yfir úr föstu leikatriði og svo hleypum við þeim aðeins inn í leikinn og þeir voru alveg líklegir til þess að jafna þangað til að við skorum þetta annað mark. En fyrst og fremst er ég ánægður með stígin þrjú," sagði Ólafur eftir leikinn.
Ólafur hefur mikið verið í umræðunni síðustu daga, eins og allir lesendur vita, en það tengist ekkert þessu ágústkvöld í Árbænum.
Ólafur er 37 ára, á langan atvinnumanna- og landsliðsferil að baki. Á þessu ári tók hann við nýju hlutverki hjá sínu uppeldisfélagi. Hann er spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.
„Óli hefur verið með aukaæfingar og leikgreiningar. Hann hefur átt sinn þátt í því að fá upp enn meira hjarta í liðinu. Hann kann þetta og er mikilvægur inni í klefanum og milli leikja." sagði Þorsteinn Lár Ragnarsson, stuðningsmaður Fylkis, þegar hann rýndi í Fylkisliðið fyrr á tímabilinu.
Árbæingar hafa komið mörgum á óvart og eru í hörkubaráttu um að spila í Evrópukeppni á næsta ári.
Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 10. umferðar - Birkir Már Sævarsson (Valur)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Atli Sigurjónsson (KR)
Leikmaður 16. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 17. umferðar - Aron Bjarnason (Valur)
Leikmaður 18. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir