Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 02. október 2020 21:13
Victor Pálsson
Frakkland: PSG skoraði sex - Neymar með tvennu
PSG 6 - 1 Angers
1-0 Alessandro Florenzi('7)
2-0 Neymar('36)
3-0 Neymar('47)
3-1 Ismael Traore('52)
4-1 Julian Draxler('57)
5-1 Idrissa Gueye('71)
6-1 Kylian Mbappe('84)

Það var sannkölluð flugeldasýning á heimavelli Paris Saint-Germain í kvöld sem spilaði við Angers í efstu deild Frakklands.

Meistararnir byrjuðu tímabilið afar illa með 1-0 töpum gegn bæði Lens og Marseille í fyrstu tveimur umferðunum.

PSG hefur þó tekið við sér undanfarið og hefur unnið síðustu fjóra leiki sína og er einu stigi frá toppliði Rennes.

Liðið skoraði sex mörk gegn einu frá Angers í leik kvöldsins og var sigurinn aldrei í hættu.

Brasilíumaðurinn Neymar skoraði tvennu fyrir heimaliðið í leiknum og komst Kylian Mbappe einnig á blað.


Athugasemdir
banner