
Í dag var haldinn fréttamannafundur á Laugardalsvelli þar sem landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki var opinberaður.
Smelltu hér til að sjá hópinn
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari var ekki staddur í salnum þegar fundurinn fór fram en tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað og var varpað á breiðtjaldið.
Ástæðan er sú að Freyr vaknaði með smá kvef og var ákveðið að taka enga áhættu. Hann tók því fundinn að heiman.
Smelltu hér til að sjá hópinn
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari var ekki staddur í salnum þegar fundurinn fór fram en tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað og var varpað á breiðtjaldið.
Ástæðan er sú að Freyr vaknaði með smá kvef og var ákveðið að taka enga áhættu. Hann tók því fundinn að heiman.
Freyr sagði frá því á fréttamannafundinum að hann hefði farið í skimun í morgun og beðið væri eftir niðurstöðu. Þá tók hann fram að meðlimur Tólfunnar hefði séð um skimunina.
Farið er eftir hörðum sóttvarnarreglum en Freyr og aðrir tengdir íslenska landsliðshópnum munu fara í fleiri skimanir á næstu dögum.
Athugasemdir