Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. október 2020 17:46
Victor Pálsson
Leno varar Rúnar Alex við: Ég er númer eitt
Mynd: Getty Images
Bernd Leno, markvörður Arsenal, var frábær í gær er liðið vann Liverpool í enska deildarbikarnum en leikurinn vannst að lokum í vítakeppni.

Leno átti ófár góðar markvörslur í leiknum en á bekknum sat Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmaður Íslands, sem er nú varamarkvörður liðsins.

Þjóðverjinn sendi skýr skilaboð eftir lokaflautið þar sem hann varar Rúnar við því að hann eigi byrjunarliðssæti liðsins.

Rúnar er nýkominn til Arsenal en hann var áður hjá Dijon í Frakklandi.

„Þetta var verulega erfiður leikur. Við gerðum breytingar en okkar hugmyndafræði var augljós og hversu mikið við vildum vinna leikinn," sagði Leno við Sky Sports.

„Þetta er tækifæri til að vinna annan bikar, það er okkar markmið. Auðvitað er gott fyrir markvörð að verja vítaspyrnur og sjá menn hlæjandi að lokum. Ég hefði viljað vinna þetta án vítakeppninnar."

„Það var ekki auðvelt að svara eftir svekkjandi mánudag. Við fórum yfir leikinn og stjórinn fann réttu orðin til að rífa okkur upp."

„Félagið hefur alltaf gefið mér þá tilfinningu að ég sé númer eitt. Ég er númer eitt og verð það áfram. Það er mitt starf að sanna það í hverri viku og ég tel að ég hafi gert það í kvöld."

Athugasemdir
banner
banner
banner