Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. október 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham hafnaði lánstilboði PSG í Dele Alli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
The Guardian greinir frá því að Tottenham hafi hafnað lánstilboði frá Frakklandsmeisturum PSG í miðjumann sinn Dele Alli.

Alli hefur verið orðaður við brottför frá Tottenham þar sem hann virðist ekki vera ofarlega í goggunarröðinni hjá Jose Mourinho.

Tottenham er reiðubúið til að lána Alli út en fyrsta tilboði PSG var hafnað þar sem það hljóðaði aðeins upp á 1,5 milljón punda.

Öll þessi umræða um framtíð Alli virðist ekki hafa mikil áhrif á hann því hann kom inná í seinni hálfleik og skoraði í stórsigri Tottenham gegn Maccabi Haifa í gærkvöldi.

Í herbúðum Arsenal er miðjumaðurinn vinnusami Lucas Torreira hins vegar á leiðinni til Atletico Madrid á ódýrum lánssamningi.

Arsenal vildi selja Torreira en Atletico neitaði að borga meira fyrir hann. Talið er að Atletico borgi um 2 milljónir fyrir lánið.

Mikel Arteta heimilaði félagaskiptin því hann telur sig hafa alls engin not fyrir Torreira. Hann er á eftir Mohamed Elneny, Dani Ceballos og Joe Willock í goggunarröðinni.

Dele Alli hefur spilað 225 leiki á fimm árum hjá Tottenham. Torreira er kominn með 89 á tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner