Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   sun 02. október 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Aldrei gaman þegar maður vinnur ekki
Mynd: EPA

Real Madrid tapaði sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Osasuna í spænsku deildinni í kvöld.


Carlo Ancelotti stjóri liðsins hefur ekki áhyggjur af þessu og segir að liðið muni koma sterkt til baka.

„,Þetta kemur fyrir, við vorum á góðu skriði og nú reynum við að komast á annað eins skrið. Það er aldrei gaman þegar maður vinnur ekki, við erum sárir með jafntefli en við munum snúa þessu við fljótlega," sagði Ancelotti.

Liðið missti toppsætið til Barcelona en liðin eru jöfn að stigum með 19 stig eftir sjö umferðir.

Næsti leikur Real er gegn Shakhtar á heimavelli í 3. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner