Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   sun 02. október 2022 16:12
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Sumir leikmenn voru ekki góðir og þurfa að bæta sig
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester CIty, var ánægður með 6-3 sigurinn á Manchester United, en óánægður við frammistöðuna nokkurra leikmanna liðsins í dag.

Man City skoraði fjögur í fyrri hálfleik og kláraði svo dæmið í þeim síðari með tveimur mörkum til viðbótar.

Liðið fékk vissulega á sig þrjú mörk en yfirspilaði annars United mest allan leikinn.

Man City hefur skorað 29 mörk á tímabilinu og er í öðru sæti með 20 stig, en Guardiola er með einhverskonar fullkomnunaráráttu og var því ekki nógu sáttur við frammistöðuna.

„Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Við skoruðum fjögur mörk og hefðum getað skorað fleiri. Eftir hálfleikinn varð þetta aðeins erfiðara. Þetta var frábær sigur, frábær leikur og allir voru ánægðir á vellinum. Við gátum notið þess gegn nágrönnunum. Þetta var gott síðdegi hjá okkur."

„Við getum unnið eða tapað en það eru margir hlutir sem við getum gert betur. Sumir leikmenn voru ekki góðir í dag og þeir þurfa að bæta sig."

„Það er ekki hægt að vera fullkominn, það er ómögulegt, en við verðum samt að horfa þangað. Við gerðum vel, getum gert betur og margir leikmenn áttu slakar sendingar. Þetta er ekki gott og við verðum að hafa meira samræmi. Á summ svæðum vorum við ekki góðir,"
sagði Guardiola.

Erling Braut Haaland skoraði þrennu í þriðja heimaleiknum í röð og er nú með 14 mörk í 8 deildarleikjum. Tölurnar eru ógnvekjandi.

„Tölurnar tala sínu máli. Hann hefur gert þetta áður á þessum velli. Þetta er ekki okkar leið, en við reynum að hjálpa honum í okkar umhverfi. Við getum alltaf fundið það á okkur að hann er hungraður og með mikið keppnisskap. Þessar tölur eru ógnvekjandi, svona ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner