Barcelona staðfesti í dag að Lamine Yamal, einn efnilegasti fótboltamaður heims, væri búinn að skrifa undir nýjan samning við Katalóníustórveldið.
Nýr samningur Yamal gildir til sumarsins 2026 en þetta er fyrsti atvinnumannasamningurinn sem hann skrifar undir.
Það eru reglur á Spáni að allir samningar þurfti að vera með riftunarákvæði en nýr samningur Yamal er með riftunarákvæði upp á 1 milljarð evra.
Hinn 16 ára gamli Yamal er að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá Barcelona auk þess að vera byrjaður að spila fyrir A-landslið Spánar.
Hann er afar knár kantmaður og gæti orðið einn af allra bestu fótboltamönnum heims með þessu áframhaldi.
Athugasemdir