Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 18:24
Kári Snorrason
Byrjunarlið Stjörnunnar og Víkings: Mikið um meiðsli hjá Víkingum
watermark Birnir og Gunnar eru utan hóps í dag
Birnir og Gunnar eru utan hóps í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Emil Atlason er heitur
Emil Atlason er heitur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fær Víking í heimsókn í kvöld. Með sigri eða jafntefli getur Stjarnan endanlega tryggt sér sæti í í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Byrjunarlið leiksins eru komin inn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Víkingur R.

Stjarnan vann sannfærandi 2-0 sigur á KR í síðustu umferð. Jökull Elísarbetarson gerir heldur liði sínu óbreyttu frá þeim leik.

Í síðustu umferð unnu Víkingar góðan endurkomusigur gegn FH 2-1, Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Oliver Ekroth og Danijel Djuric.
Gunnar Vatnhamar, Birnir Snær, Ari Sigurpáls, Matthías Vilhjálmsson og Ingvar Jónsson eru allir utan hóps í dag.
Birnir meiddist gegn FH, Matti Villa tognaði gegn KR, Ari Sigurpáls fékk bakslag frá fyrri meiðslum einnig gegn KR. Ingvar Jónsson fór af velli í hálfleik gegn Breiðablik og hefur ekki verið í hóp eftir það. Gunnar Vatnhamar er staddur í Færeyjum en hann á von á barni.
Mörg óþekkt nöfn eru á varamannabekk Víkinga.Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Byrjunarlið Víkingur R.:
16. Þórður Ingason (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner