Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City jafnaði met Man Utd
Mynd: EPA

Manchester City vann Slovan Bratislava 4-0 í Meistaradeildinni í gær en liðið jafnaði met granna sinna í Man Utd með þessum sigri.


Manchester City hefur spilað 25 leiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa en Man Utd gerði það frá September 2007 til Maí 2009.

Síðasta tap Man City kom gegn Real Madrid þegar spænska liðið vann 3-1 í undanúrslitum þann 4. maí árið 2022 eða fyrir tveimur árum og tæpum fimm mánuðum síðan.

City féll úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en liðið gerði jafntefli gegn Real Madrid í báðum leikjunum en tapaði að lokum eftir vítaspyrnukeppni.

Ajax fór taplaust í gegnum 20 leiki í röð frá 1985-1996 og Bayern hefur tvisvar náð 19 leikjum í röð án þess að tapa. Fyrst árið 2001-2002 og síðan frá 2019-2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner