Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 02. október 2024 09:34
Elvar Geir Magnússon
Nunes dvaldi í fangaklefa grunaður um þjófnað
Matheus Nunes (til hægri).
Matheus Nunes (til hægri).
Mynd: Getty Images
Matheus Nunes leikmaður Manchester City var handtekinn af spænsku lögreglunni í síðasta mánuði eftir að hann var grunaður um að stela síma á næturklúbbi.

Atvikið átti sér stað í síðasta landsleikjaglugga en Nunes var ekki valinn í portúgalska landsliðið og fór með vinum sínum til Madrídar.

El Mundo segir að Nunes hafi verið handtekinn klukkan 5:30 að morgni 8. september og síminn fundist í fórum hans. Við yfirheyrslur sagði Nunes að maður hefði reynt að taka myndir af sér án leyfis á salerni skemmtistaðarins La Riviera í Madrid.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum snöggreiddist Nunes og hrifsaði símann af manninum, sem er 58 ára, og neitaði að skila honum. Nunes var síðar handjárnaður og færður á lögreglustöð í Madríd.

Hann dvaldi í fangaklefa í einhverja stund áður en lögmaður hans fékk hann lausan. Nunes á yfir höfði sér ákæru og þarf að koma fyrir rétt í Madrídarborg.

Nunes hefur fengið stærra hlutverk í liði Manchester City eftir meiðsli Rodri og byrjaði Meistaradeildarleikinn gegn Slovan Bratislava í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner