Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonar að Hörður snúi fljótlega til baka úr erfiðum meiðslum
Icelandair
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon hefur ekki spilað keppnisleik í rúmt ár núna.

Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í byrjun síðasta tímabils.

Hörður, sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður, sneri aftur til æfinga í sumar og spilaði æfingaleik með Panathinaikos í byrjun september.

Hann hefur hins vegar ekki enn spilað keppnisleik eftir meiðslin. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í Hörð á fréttamannafundi í dag.

„Fyrir einum og hálfum mánuði leit það vel út og hann var byrjaður að æfa. Ég held að það hafi komið smá bakslag í endurhæfinguna," sagði Hareide.

„Hann er með góðan vinstri fót. Hann lenti í alvarlegum meiðslum en vonandi getur hann komið fljótlega til baka svo við höfum fleiri möguleika. Það er mikilvægt. Við reynum alltaf að velja bestu leikmennina."

Það er vonandi að Hörður snúi aftur fljótlega en Ísland þarf á sínum bestu varnarmönnum að halda.
Athugasemdir
banner
banner
banner