Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, telur að gervigrasvæðingin á Íslandi sé ekki að hjálpa okkur við að búa til sterka miðverði.
Íslenska landsliðið hefur á síðustu misserum átt í vandræðum með miðvarðastöðurnar í landsliðinu.
Íslenska landsliðið hefur á síðustu misserum átt í vandræðum með miðvarðastöðurnar í landsliðinu.
„Við eigum að vera með fleiri miðverði til að velja úr, sérstaklega í hjarta varnarinnar," sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.
Hann endurheimtir Sverrir Inga Ingason í hópinn fyrir leikina gegn Wales og Tyrklandi í þessum mánuði, en Sverrir var ekki með í síðasta verkefni vegna meiðsla.
„En Sverrir er leiðtogi og hann sýndi það á Wembley þegar við unnum þar. Það er mikilvægt að skilja að þú þarft að spila fjögurra manna varnarlínu og reyna að halda henni saman. Í Tyrklandi var það ekki bara vörnin sem var vandamálið, heldur skorti allt liðið orku á ákveðnum tímapunktum."
Norski þjálfarinn segist hafa rætt við fólk í Noregi en þar í landi eru svipuð vandamál með fáa varnarmenn í landsliðsklassa.
„Ég var að rökræða um þetta í Noregi. Það er sama vandamál í Svíþjóð og Noregi, þar er gervigras líka mikið notað. Það er erfiðara að búa til varnarmenn á gervigrasi. Það er öðruvísi að verjast á gervigrasi. Ég hef séð leiki á Íslandi og þar er vandamál það að menn loka ekki nógu vel á andstæðinginn því þeir óttast að vera teknir á og skildir eftir. Leikurinn er hraðari á gervigrasi. Sölvi Geir er kominn inn í teymið og hann er að hjálpa okkur með varnarleikinn. Ég var sjálfur varnarmaður og ég veit að smáatriðin geta gert þig að betri varnarmanni," sagði Hareide.
Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide telur að gervigrasvæðingin á Íslandi bitni á þróun varnarmanna. Hareide segir sömu stöðu í Noregi og Svíþjóð????
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 2, 2024
- Erfiðara að verjast á gervigrasi
- Hefur séð fjölda leikja á Íslandi. „Varnarmenn eru hræddir við að verða sólaðir“ pic.twitter.com/mwfQH4BTSL
Athugasemdir