Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   mið 02. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðmenn og Svíar með sama vandamál og Íslendingar
Icelandair
Age Hareide og Daníel Leó Grétarsson, miðvörður Íslands.
Age Hareide og Daníel Leó Grétarsson, miðvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir er kominn aftur í hópinn eftir meiðsliæ.
Sverrir er kominn aftur í hópinn eftir meiðsliæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, telur að gervigrasvæðingin á Íslandi sé ekki að hjálpa okkur við að búa til sterka miðverði.

Íslenska landsliðið hefur á síðustu misserum átt í vandræðum með miðvarðastöðurnar í landsliðinu.

„Við eigum að vera með fleiri miðverði til að velja úr, sérstaklega í hjarta varnarinnar," sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.

Hann endurheimtir Sverrir Inga Ingason í hópinn fyrir leikina gegn Wales og Tyrklandi í þessum mánuði, en Sverrir var ekki með í síðasta verkefni vegna meiðsla.

„En Sverrir er leiðtogi og hann sýndi það á Wembley þegar við unnum þar. Það er mikilvægt að skilja að þú þarft að spila fjögurra manna varnarlínu og reyna að halda henni saman. Í Tyrklandi var það ekki bara vörnin sem var vandamálið, heldur skorti allt liðið orku á ákveðnum tímapunktum."

Norski þjálfarinn segist hafa rætt við fólk í Noregi en þar í landi eru svipuð vandamál með fáa varnarmenn í landsliðsklassa.

„Ég var að rökræða um þetta í Noregi. Það er sama vandamál í Svíþjóð og Noregi, þar er gervigras líka mikið notað. Það er erfiðara að búa til varnarmenn á gervigrasi. Það er öðruvísi að verjast á gervigrasi. Ég hef séð leiki á Íslandi og þar er vandamál það að menn loka ekki nógu vel á andstæðinginn því þeir óttast að vera teknir á og skildir eftir. Leikurinn er hraðari á gervigrasi. Sölvi Geir er kominn inn í teymið og hann er að hjálpa okkur með varnarleikinn. Ég var sjálfur varnarmaður og ég veit að smáatriðin geta gert þig að betri varnarmanni," sagði Hareide.

Athugasemdir
banner
banner