Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. nóvember 2019 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Ótrúlegur karakter Liverpool - City kom líka til baka
Þriðji leikur Arsenal í röð án sigurs
Sadio Mane stýrir boltanum í netið.
Sadio Mane stýrir boltanum í netið.
Mynd: Getty Images
Robertson skoraði jöfnunarmarkið.
Robertson skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker stýrði fyrirgjöf Angelino í netið.
Kyle Walker stýrði fyrirgjöf Angelino í netið.
Mynd: Getty Images
Sex leikir hófust klukkan 15:00 í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa mætti Liverpool í sjónvarpsleik dagsins.

Liverpool var ósigrað á leiktíðinni og hafði einungis tapað tveimur stigum. Aston Villa tók forystuna með marki frá Trezeguet eftir aukaspyrnu. Trezeguet var nálægt því að vera rangstæður en VAR staðfesti að markið var gott og gilt.

Á 28. mínútu virtis Roberto Firmino vera að jafna metinn en hann var flaggaður rangstæður. Eftir yfirlýsingu frá úrvalsdeildinni þá er handakrikinn á Firmino sagður vera fyrir innan aftasta varnarmann Aston Villa.

Á 37. mínútu vildi Sadio Mane fá vítaspyrnu en Jon Moss dómari leiksins dæmdi ekkert. VAR staðfesti svo dóm Moss. Liverpool sótti af ákafa í seinni hálfleik og Aston Villa beitti skyndisóknum á móti.

Stórsókn Liverpool bar árangur á 87. mínútu þegar Andrew Robertson skallaði fyrirgjöf Sadio Mane í netið. Á fimmtu mínútu uppbótartíma kom svo sigurmarkið. Trent Alexander-Arnold átti þá hornspyrnu sem Sadio Mane stýrði í netið með skalla.

Aguero jafnaði með fyrsta skoti City á markið
Southampton komst yfir gegn City á Etihad. James Ward-Prowse skoraði á 13. mínútu eftir frákast.

Sergio Aguero jafnaði leikinn á 70. mínútu eftir undirbúning frá Kyle Walker. Skot Aguero var fyrsta skottilraun City í leiknum sem fór á markrammann. Kyle Walker reyndist svo hetja City þegar hann skoraði sigurmarkið á 86. mínútu eftir fyrirgjöf frá Angelino sem byrjaði í vinstri bakverðinum.

Sheffield gekk frá Burnley og Brighton lagði Norwich
John Lundstram skoraði fyrstu tvö mörk Sheffield United sem sigraði Burnley, 3-0, á heimavelli.

John Fleck skoraði þriðja markið og öll mörkin komu eftir undirbúning frá Lys Mousset.

Þá sáu Leandro Trossard og Shane Duffy um markaskorurina þegar Brighton sigraði Norwich á heimavelli. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik.

Arsenal missteig sig í þriðja leiknum í röð
Raul Jimenez sá til þess að mark Pierre-Emerick Aubameyang varð ekki sigurmark en framherjinn frá Gabon kom Arsenal yfir á 21. mínútu.

Joao Moutinho átti frábæra fyrirgjöf á Raul Jimenez sem skallaði í netið. Arsenal hefur ekki unnið í þremur síðustu leikjum sínum í úrvalsdeildinni en liðið gerði jafntefli við Crystal Palace um síðustu helgi og tapaði þá fyrir Sheffield í umferðinni þar á undan.

Að lokum vann Newcastle frábæran 2-3 útisigur á West Ham. Varnarmennirnir Ciaran Clarke og Federico Fernandez komu gestunum í 0-2 og Jonjo Shelvey skoraði svo þriðja mark gestanna úr aukaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Fabian Balbuena og Robert Snodgrass klóruðu í bakkann fyrir heimamenn en það dugði ekki til.

Arsenal 1 - 1 Wolves
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('21 )
1-1 Raul Jimenez ('76 )

Aston Villa 1 - 1 Liverpool
1-0 Trezeguet ('21 )
1-1 Andrew Robertson ('87 )
1-2 Sadio Mane ('90+5)

Brighton 2 - 0 Norwich
1-0 Leandro Trossard ('68 )
2-0 Shane Duffy ('85 )

Manchester City 2 - 1 Southampton
0-1 James Ward-Prowse ('13 )
1-1 Sergio Aguero ('70 )
2-1 Kyle Walker ('86 )

Sheffield Utd 3 - 0 Burnley
1-0 John Lundstram ('17 )
2-0 John Lundstram ('43 )
3-0 John Fleck ('44 )


West Ham 2 - 3 Newcastle
0-1 Ciaran Clark ('16 )
0-2 Federico Fernandez ('22 )
0-3 Jonjo Shelvey ('51 )
1-3 Fabian Balbuena ('74 )
2-3 Robert Snodgrass ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner