Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 02. nóvember 2019 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola gerði grín að aðstoðarþjálfara Southampton
Mynd: Getty Images
Manchester City hafði betur gegn Southampton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikið var á Etihad leikvanginum og komust gestirnir óvænt yfir og leiddu 0-1 í góðan tíma.

Staðan var 0-1 á 60. mínútu þegar boltinn fór útaf og barst að varamannaskýli Southampton. Einn aðstoðarþjálfara Ralph Hasenhüttl tók boltann og hélt honum frá leikmönnum Man City til að reyna að græða tíma.

Josep Guardiola tók ekki sérlega vel í þetta athæfi aðstoðarþjálfarans og gerði grín að honum undir leikslok, þegar City var búið að snúa stöðunni við og komið í 2-1.

Boltinn fór þá útaf og barst til Guardiola sem tók hann upp. Hann lét þó sinn leikmann ekki fá boltann strax, heldur sneri hann sér við og rétti knöttinn í átt að aðstoðarþjálfara Southampton.


Athugasemdir
banner
banner