Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. nóvember 2019 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Ótrúleg viðbrögð við ruslatunnuauglýsingunum
Saint Paul Edeh.
Saint Paul Edeh.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Stríðsmenn ætla að tefla fram liði í 4. deildinni á komandi leiktíð.

Sjá einnig: Nýtt íslenskt félag auglýsir á ruslatunnum í Skotlandi

Saint Paul Edeh, fyrrum leikmaður Fram og Afríku, er þjálfari Stríðsmanna. Hann segir liðið hafa leikið í utandeildinni undanfarin ár en nú ætli liðið sér næsta skref.

„Viðtökurnar við auglýsingunum hafa verið ótrúlegar," sagði Saint Paul í samtali við mbl.is

„Þetta er frábært tækifæri fyrir leikmenn sem vilja taka framförum og prófa eitthvað nýtt."

Prufur fara fram á Íslandi í janúar, febrúar og mars. Til stendur að taka um tíu leikmenn inn í liðið. Yfirskriftin á auglýsingunum var „Þénaðu 320 þúsund krónum (2000 pundum) eða meira með því að vinna og spila á Íslandi."

Saint Paul segist ekki hafa áhyggjur af því að verða tíu mönnum um vinnu.

„Nei, nei. Það er ekkert mál," sagði Saint Paul að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner