Stjarnan birti í gær samantekt yfir mínútur leikmanna í sem fæddir eru á árunum 2003 og síðar í Bestu deildinni.
Þar kemur skýrt fram að hjá Störnunni fá leikmenn fæddir 2003 og síðar langflestu mínúturnar, tæplega þrisvar sinnu meira en FH sem er í 2. sæti. HK kemur svo þar á eftir. Neðst er Breiðablik með fæstu mínúturnar, rétt fyrir neðan Vestra.
Þar kemur skýrt fram að hjá Störnunni fá leikmenn fæddir 2003 og síðar langflestu mínúturnar, tæplega þrisvar sinnu meira en FH sem er í 2. sæti. HK kemur svo þar á eftir. Neðst er Breiðablik með fæstu mínúturnar, rétt fyrir neðan Vestra.
Sömuleiðis er tekin sama prósenta heildar mínútna hjá leikmönnum sem eru 21 árs og yngri. Rúmlega 40% allra mínútna sem voru í boði hjá Stjörnunni voru spilaðar af leikmönnum sem eru fæddir 2003 eða síðar.
Alls 13 leikmenn fæddir 2003 eða síðar komu við sögu hjá Stjörnunni í sumar en einungis tveir hjá Breiðabliki og einn hjá Vestra.
Ungir leikmenn seldir erlendis úr Bestu í sumar:
Breki Baldursson - Fram til Esbjerg
Helgi Fróði Ingason - Stjanan til Helmond
Aðrir voru eldri en 2003 eða voru seldir áður en tímabilið hófst
Ritin sem Stjarnan setti saman má sjá hér að neðan.
Athugasemdir