Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 02. nóvember 2024 11:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan vekur athygli á mínútum ungra leikmanna - Meistararnir lægstir
Þrír ungir leikmenn Stjörnunnar fagna marki.
Þrír ungir leikmenn Stjörnunnar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan birti í gær samantekt yfir mínútur leikmanna í sem fæddir eru á árunum 2003 og síðar í Bestu deildinni.

Þar kemur skýrt fram að hjá Störnunni fá leikmenn fæddir 2003 og síðar langflestu mínúturnar, tæplega þrisvar sinnu meira en FH sem er í 2. sæti. HK kemur svo þar á eftir. Neðst er Breiðablik með fæstu mínúturnar, rétt fyrir neðan Vestra.

Sömuleiðis er tekin sama prósenta heildar mínútna hjá leikmönnum sem eru 21 árs og yngri. Rúmlega 40% allra mínútna sem voru í boði hjá Stjörnunni voru spilaðar af leikmönnum sem eru fæddir 2003 eða síðar.

Alls 13 leikmenn fæddir 2003 eða síðar komu við sögu hjá Stjörnunni í sumar en einungis tveir hjá Breiðabliki og einn hjá Vestra.

Ungir leikmenn seldir erlendis úr Bestu í sumar:
Breki Baldursson - Fram til Esbjerg
Helgi Fróði Ingason - Stjanan til Helmond
Aðrir voru eldri en 2003 eða voru seldir áður en tímabilið hófst

Ritin sem Stjarnan setti saman má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner