Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. desember 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu vandræðalegt sjálfsmark í toppslag í Þýskalandi
Mynd: EPA

St. Pauli og Hamburg áttust við í toppbaráttuslag í næst efstu deild í Þýskalandi í gær.


Leiknum lauk með 2-2 jafntefli milli tveggja efstu liðanna í deildinni en St. Pauli er með þriggja stiga forystu á Hamburg.

St. Pauli var með 2-0 forystu í hálfleik en tvö mörk með skömmu millibili frá Hamburg í síðari hálfleik tryggðu liðinu stig.

Seinna mark St. Pauli var ansi vandræðalegt fyrir Hamburg þar sem Daniel Heuer Fernandes markvörður Hamburg skoraði klaufalegt sjálfsmark.

Hann var að spila boltanum stutt og fékk sendingu til baka og ætlaði að negla boltanum fram en það fór ekki betur en svo að hann negldi boltanum í eigið net. Sjáðu markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner