Fyrrum ativnnu- og landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson var til viðtals hjá Jóni Páli Pálmasyni í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal.
Ívar lék sem varnarmaður, og reyndar einnig miðjumaður, á sínum ferli og sagði frá því í þættinum að hann sé sérstakur varnarþjálfari hjá KR. Hann kom inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá KR fyrir tímabilið 2024 og verður áfram í því hlutverki.
Ívar lék sem varnarmaður, og reyndar einnig miðjumaður, á sínum ferli og sagði frá því í þættinum að hann sé sérstakur varnarþjálfari hjá KR. Hann kom inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá KR fyrir tímabilið 2024 og verður áfram í því hlutverki.
„Fyrir utan að vera með Gunna (Einars) með meistaraflokk kvenna þá hef ég tekið að mér afskresþjálfun í vörn: varnarþjálfun. Í því felst að að það verða einhverjir leikmenn frá 3. flokki karla og kvenna og upp í meistaraflokkana sem ég mun aðstoða varðandi varnarvinnu og varnarþjálfun. Ég held þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert í KR og hvernig þetta nákvæmlega verður mun þróast," segir Ívar.
„Ég hlakka mikið til þess. Við erum með markmannsþjálfara, það eru lið með innkastþjálfara. Það er alltaf talað um að það vinni enginn neitt nema vera með góða vörn. Ég er tiltölulega sammála því," segir Ívar. Þáttinn má nálgast í spilaranum hér neðst.
sem lék 30 A-landsleiki á sínum ferli og var frá 1999-2012 atvinnumaður á Englandi. Þar lék hann með Torquay, Brentford, Wolves, Brighton, Reading og Ipswich.
Athugasemdir