Liverpool er komið með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur liðsins á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í gær.
Cody Gakpo skoraði áttunda mark sitt á tímabilinu er hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir glæsilega sendingu Mohamed Salah á 12. mínútu og þá bætti Salah við öðru úr vítaspyrnu seint í leiknum.
Man City er ellefu stigum frá toppnum eftir þrettán umferðir en allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Athugasemdir