Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 03. janúar 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Raiola um De Ligt: Juve var alltaf fyrsti kostur
Mynd: Getty Images
Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola er búinn að tjá sig um félagaskipti Matthijs de Ligt frá Ajax yfir til Juventus síðasta sumar. Hann segir að De Ligt hafi valið Juve því félagið sýndi honum meiri áhuga.

Miðvörðurinn var gríðarlega eftirsóttur eftir frábært tímabil með Ajax. Góðvinur hans og liðsfélagi Frenkie de Jong skipti yfir til Spánarmeistara Barcelona en De Ligt valdi Ítalíumeistara Juve.

„Barcelona hélt þetta væri eins og með ost - að það væri nóg að kaupa De Jong, þá myndi De Ligt fylgja. Þeir eru báðir hollenskir og voru báðir hjá Ajax, þannig Barca gerði ráð fyrir þeim báðum," sagði Raiola við Voetbal International.

„Matthijs valdi félagið sem sýndi mestan styrk og það var Juventus, félag sem virkilega vildi fá leikmanninn. Matthijs er sama um peninga, hann vill bara spila fótbolta.

„Hann gat farið til Juve ári fyrr en Ajax bað hann að vera áfram eitt ár í viðbót, sem hann gerði. Juve var alltaf fyrsti valkostur og kom áhugi frá Barcelona og Paris Saint-Germain honum á óvart."

Athugasemdir
banner
banner
banner