Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. janúar 2023 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lánsmaður Arsenal missti hausinn í lok leiks og verður sektaður
Sauð upp úr í lok leiks.
Sauð upp úr í lok leiks.
Mynd: EPA
Nuno Tavares er leikmaður Arsenal en er út tímabilið á láni hjá franska liðinu Marseille. Portúgalski bakvörðurinn skoraði annað af mörkum liðsins í 1-2 útisigri gegn Montpellier.

Í stöðunni 0-2 undir lok leiks lét hann þó reka sig af velli fyrir afar heimskulegt athæfi.

Tavares var í baráttunni við Christopher Jullien og Arnaud Souquet inn á vítateig Montpellier. Tavares missti sig í hita leiksins og sparkaði fast í löppina á Souquet og við það reiddust leikmenn Montpellier.

Jullien fékk gult spjald fyrir að ýta í Tavares og láta hann heyra það. Upphaflega gaf dómari leiksins Tavares gullt spjald fyrir brotið og gult spjald fyrir hitann sem fylgdi í kjölfarið - þar með rautt. Þá sýndi hann stuðningsmönnum með fingrunum að staðan væri 0-2 fyrir Marseille. Eftir skoðun í VAR fékk Tavares beint rautt spjald.

Króatinn Igor Tudor, fyrrum leikmaður Juventus, er stjóri Marseille og tjáði hann sig um Tavares eftir leik. Hann var ekki sáttur með sinn mann.

„Hann missti hausinn og fær góða sekt. Þetta eru hlutir sem gerast, hann mun læra af þessu upp á framtíðina að gera."

Smelltu hér til að sjá atvikið.

Smelltu hér til að sjá markið sem hann skoraði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner