Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   mið 03. janúar 2024 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur Karl Finsen leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Óli Kalli fagnar marki með Fylki síðasta sumar.
Óli Kalli fagnar marki með Fylki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen hefur lagt skóna á hilluna en hann tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag.

„Ég lagði skóna á “hilluna” með kampavíni og kavíar í kryddsíldinni minni. Margir skilja ekki og krefjast svara. Ástæðan mín er einföld.
Mér finnst mínum tilgangi sem spilandi leikmanni á hæsta stigi á Íslandi náð,"
segir Ólafur Karl.

„Mér finnst ég geta gefið betur af mér í öðruvísi hlutverkum og á fleiri stöðum og þjónað mínum tilgangi þannig betur."

Ólafur Karl, sem er 31 árs gamall, spilaði með Fylki í Bestu deildinni í sumar þar sem hann skoraði fimm mörk í 20 deildarleikjum.

Hann spilaði lengst af með Stjörnunni á sínum ferli en hann lék einnig fyrir Val og FH.

Hans besta tímabil á ferlinum var 2014 þegar hann skoraði ellefu mörk í 21 deildarleik, og hjálpaði Stjörnunni að verða Íslandsmeistari á eftirminnilegan hátt. Hann skoraði úr vítaspyrnu gegn FH í lokaleiknum og tryggði þannig Stjörnunni titilinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner