Ljóst er að miðvörðurinn Axel Disasi fer ekki til Tottenham en Sky Sports greinir frá þessu. Tottenham var í viðræðum við Chelsea um leikmanninn en er núna hætt tilraunum sínum til að fá leikmanninn.
Aston Villa er enn í viðræðum við Chelsea um leikmanninn og í slúðurpakkanum í morgun var sagt að leikmaðurinn hefði áhuga á að fara til Birmingham. Chelsea er sagt tilbúið að lána hann.
Aston Villa er enn í viðræðum við Chelsea um leikmanninn og í slúðurpakkanum í morgun var sagt að leikmaðurinn hefði áhuga á að fara til Birmingham. Chelsea er sagt tilbúið að lána hann.
Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Aston Villa, félagið er búið að fá Marcus Rashford og er að landa Marco Asensio á láni frá Paris Saint-Germain.
Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir