Skoski miðjumaðurinn Harley Willard er samkvæmt heimildum Fótbolta.net við það að ganga í raðir Þórs á nýjan leik en hann kemur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið nágrannana í KA að síðasta tímabili loknu.
Willard þekkir vel til hjá Þór en hann var leikmaður félagsins tímabilið 2022 en hann skoraði þá 15 mörk í 24 leikjum í deild og bikar. Í kjölfarið á því tímabili var samningi hans rift og hann samdi við KA þar sem hann hefur verið síðustu tvö tímabil.
Willard þekkir vel til hjá Þór en hann var leikmaður félagsins tímabilið 2022 en hann skoraði þá 15 mörk í 24 leikjum í deild og bikar. Í kjölfarið á því tímabili var samningi hans rift og hann samdi við KA þar sem hann hefur verið síðustu tvö tímabil.
Willard er 27 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú í Bestu deildinni tímabilið 2023 og á síðasta tímabili komst hann ekki á blað í deildinni en lagði upp sex mörk.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, sagði í viðtali í síðustu viku að hann vildi fá inn kantmann og miðjumann. Willard tikkar í allavega annað af þeim boxum.
„Mig vantar kantmann. Við missum Fannar Daða í krossbandsslit, þar bættist við eitt skarð í viðbót til að fylla í. Ég er að leita mér að kantmanni og svo gæti ég alveg hugsað mér að taka einn miðjumann í viðbót," sagði Siggi í síðustu viku.
Þór endaði í 10. sæti á síðasta tímabili og er stefnan sett mun hærra sumarið 2025.
Athugasemdir