Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Iling-Junior til Boro (Staðfest) - Iheanacho á leiðinni
Mynd: Middlesbrough
Middlesbrough hefur fengið kantmanninn Samuel Iling-Junior á láni frá Aston Villa út tímabilið. Iling-Junior kom til Villa frá Juventus síðasta sumar á sama tíma og Douglas Luiz var keyptur til Juve frá Villa.

Iling-Junior lék með Bologna á Ítalíu fyrri hluta tímabilsins en fer nú til Middlesbrough í ensku Championship deildinni.

Hann er 21 árs og er uppalinn hjá Chelsea en hélt til Juventus árið 2020. Hann skoraði tvö mörk í 16 leikjum hjá Bologna.

Middlesbrough er að fá frekari liðsstyrk fyrir komandi átök því Kelechi Iheanacho, fyrrum leikmaður Manchester City og Leicester, er á leið til félagsins á láni frá Sevilla.

Iheanacho er 28 ára nígerískur framherji sem fór frá Leicester til Sevilla síðasta sumar en náði ekki að stimpla sig almennilega inn í lið Sevilla.

Boro er í 7. sæti, einu marki frá sæti í umspilinu eins og stendur en 16 umferðir eru eftir af ensku B-deildinni. Michael Carrick er stjóri liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner