Jakob Gunnar Sigurðsson verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net lánaður frá KR áður en Íslandsmótið hefst.
Jakob var keyptur frá Völsungi síðasta sumar en kláraði tímabilið á Húsavík, varð markahæstur í 2. deildinni og hjálpaði Völsungi að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni. Jakob skoraði 25 mörk í 22 deildarleikjum síðasta sumar.
Jakob var keyptur frá Völsungi síðasta sumar en kláraði tímabilið á Húsavík, varð markahæstur í 2. deildinni og hjálpaði Völsungi að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni. Jakob skoraði 25 mörk í 22 deildarleikjum síðasta sumar.
Jakob er unglingalandsliðsmaður sem verður 18 ára í sumar. Framherjinn var ekki í leikmannahópi KR gegn Val í síðustu viku.
Framherjar KR í dag eru þeir Eiður Gauti Sæbjörnsson, Óðinn Bjarkason og Jakob Gunnar.
Athugasemdir