Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   mán 03. febrúar 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Gunnar verður líklega lánaður frá KR
Jakob Gunnar Sigurðsson verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net lánaður frá KR áður en Íslandsmótið hefst.

Jakob var keyptur frá Völsungi síðasta sumar en kláraði tímabilið á Húsavík, varð markahæstur í 2. deildinni og hjálpaði Völsungi að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni. Jakob skoraði 25 mörk í 22 deildarleikjum síðasta sumar.

Jakob er unglingalandsliðsmaður sem verður 18 ára í sumar. Framherjinn var ekki í leikmannahópi KR gegn Val í síðustu viku.

Framherjar KR í dag eru þeir Eiður Gauti Sæbjörnsson, Óðinn Bjarkason og Jakob Gunnar.
Athugasemdir
banner