Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 07. október 2024 23:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jafnaði markametið í skóm frænda síns - „Góð áskorun að halda mér á jörðinni á meðan"
Átti stórkostlegt tímabil, hans annað í meistaraflokki.
Átti stórkostlegt tímabil, hans annað í meistaraflokki.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Jakob skoraði í 12 af 22 leikjum Völsungs í sumar. Hann skoraði tvær þrennur, sex tvennur og eina fernu.
Jakob skoraði í 12 af 22 leikjum Völsungs í sumar. Hann skoraði tvær þrennur, sex tvennur og eina fernu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Um mitt sumar var gengið frá því að Jakob Gunnar færi í KR. Hann var lánaður til baka í Völsung út tímabilið.
Um mitt sumar var gengið frá því að Jakob Gunnar færi í KR. Hann var lánaður til baka í Völsung út tímabilið.
Mynd: KR
Pálmi Rafn var þjálfari KR þegar Jakob skrifaði undir.
Pálmi Rafn var þjálfari KR þegar Jakob skrifaði undir.
Mynd: KR
'Við vorum allir komnir inn á teiginn, hár bolti og Juan hafsent skallar boltann upp í samskeytin og allt trylltist.'
'Við vorum allir komnir inn á teiginn, hár bolti og Juan hafsent skallar boltann upp í samskeytin og allt trylltist.'
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Jafnteflið gegn Þrótti Vogum var eins og sigur í úrslitaleik.
Jafnteflið gegn Þrótti Vogum var eins og sigur í úrslitaleik.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
'Það er spennandi að spila undir hans stjórn.'
'Það er spennandi að spila undir hans stjórn.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var bara algjörlega geggjað að klára þetta tímabil svona með Völsungi og kveðja með því að komast upp um deild.'
'Það var bara algjörlega geggjað að klára þetta tímabil svona með Völsungi og kveðja með því að komast upp um deild.'
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Sæþór var mikill markaskorari.
Sæþór var mikill markaskorari.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
'n ég tek ekkert af liðsfélögunum því ég skora fullt af mörkum sem voru bara sett upp á disk'
'n ég tek ekkert af liðsfélögunum því ég skora fullt af mörkum sem voru bara sett upp á disk'
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
'Ég reyndi alltaf að setja markmið sem raunhæft væri að ná því það er alltaf gott að ná markmiðunum sínum.'
'Ég reyndi alltaf að setja markmið sem raunhæft væri að ná því það er alltaf gott að ná markmiðunum sínum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Þetta var bara geggjað. Við erum í sjötta sæti þegar tímabilið var hálfnað og ég vissi allan tímann að við værum að fara upp. Mér fannst við vera með besta liðið í deildinni," segir Jakob Gunnar Sigurðsson í samtali við Fótbolta.net. Hann ræddi við fréttamann á Greifavellinum fyrir leik KA og KR í gær.

Jakob átti stórkostlegt tímabil, þessi 17 ára framherji skoraði 25 mörk og var kjörinn besti leikmaður deildarinnar af þjálfurum þegar Völsungur fylgdi deildarmeisturum Selfoss upp úr 2. deild í Lengjudeildina í sumar.

„Selfoss vann þetta á hörkunni, liðið var að klára leikina sína, sem við vorum ekki að gera í fyrri umferðinni. Við svo förum taplausir í gegnum seinni umferðina og mér fannst við heilt yfir vera besta liðið í deildinni."

Jakob fór í viðtal um mitt mót og þá voru vangaveltur um hvað hann myndi gera næst á sínum ferli. Um það leyti fór hann í gegnum markaþurrð, spilaði fimm leiki án þess að skora.
   06.06.2024 23:55
Blómstrar á Húsavík og er meðvitaður um áhuga á sér - „Sjálfstraustið er hátt uppi"

„Ég veit ekki hvað fór í gegnum hausinn á mér. Ég skoraði ekki í einhverjum tveimur leikjum á meðan ég var að ákveða mitt næsta skref, það var erfitt að koma mér aftur á strik. En þegar ég náði því þá var þetta allt bara eins og áður, allt orðið gott aftur. Ég veit ekki hvað gerðist þarna í millitíðinni."

Framherjinn fékk talsverða umfjöllun í fjölmiðlum um þetta leyti, í fyrsta sinn á ævinni.

„Það var bara mjög fínt, góð áskorun fyrir mig að halda mér á jörðinni á meðan. Mér fannst ég gera það ágætlega."

Hjartað vildi KR mest
Jakob valdi KR fram yfir fimm önnur félög sem fengu samþykkt tilboð í Völsunginn.

„Óskar Hrafn spilaði mikinn part í því. Þetta var spennandi, KR hefur verið að sækja spennandi leikmenn núna og ég held þetta verði betra á komandi á árum."

„Ég, Pálmi og hann funduðum á þessum tíma og þegar sá fundur fór fram þá var eiginlega staðfest að Óskar myndi taka við liðinu á einhverjum tímapunkti. Óskar hefur gert frábæra hlut með framherja sem hann hefur verið með. Ísak Snær var t.d. geggjaður hjá honum og allir framherjar sem hann hefur verið með hafa skorað, Benoný hefur verið að raða inn mörkum að undanförnu. Það er spennandi að spila undir hans stjórn."


Það heyrðist að ÍA hafi verið hvað næst því að berjast við KR um krafta Jakobs.

„KR og ÍA voru svona efstu tvö og svo var Víkingur á eftir þeim. Hjartað vildi KR mest og ég fylgdi því bara."

Var gott að klára af vangaveltur um framtíðina?

„Það var mjög þægilegt þegar það var afstaðið. Þá var hægt að setja 100% einbeitingu á það sem við vorum að gera hjá Völsungi."
   22.08.2024 08:55
Jakob hefur ekki hætt að skora síðan hann samdi við KR

Pálmi Rafn Pálmason er frændi Jakobs. „Það hjálpaði líka í þessu. Ég spilaði með honum í fyrra, hann var góður. Það var erfitt að ná boltanum af honum, klúðraði varla sendingu, en hann var nú kannski ekki sá hraðasti á vellinum."

Ekki ósvipaður fótbolti
Jakob spilar á næsta tímabili undir stjórn Óskars Hrafns, er það allt öðruvísi fótbolti en hann er vanur að spila?

„Nei, í rauninni ekki. Óskar vill spila boltanum og við gerðum það í Völsungi í sumar. Við breyttum upplegginu ekki mikið milli leggja, alltaf lagt upp með að reyna spila boltanum. Það hentar mér ágætlega því ég er ágætur í uppspili."

Benoný Breki Andrésson hefur skorað sextán mörk á tímabilinu, skoraði sitt sextánda mark í Bestu deildinni í gær. Telur Jakob að hann sé að fara spila með Benoný á næsta tímabili eða telur hann að Benoný verði farinn erlendis í atvinnumennsku?

„Ég veit það ekki. Ég ætla bara að taka veturinn eins vel og ég get og reyna vinna mér inn eitthvað hlutverk."
   17.07.2024 21:50
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum

Vissu að þeir kæmu aldrei til baka
Völsungur fór upp í Lengjudeildina eftir frábæran endasprett á mótinu. Lykilaugnablik á tímabilinu var mark undir lok leiks gegn Þrótti Vogum í næst síðustu umferð. Völsungur náði inn marki sem tryggði jafntefli og á sama tíma missteig Víkingur Ólafsvík sig. Það þýddi að Völsungar voru með hlutina í eigin höndum fyrir lokaumferðina.

„Vogarnir í næstsíðustu umferð (leikur gegn Þrótti Vogum á heimavelli)... það var alveg klikkun. Við vorum kannski ekki betri, en þeir skora skítamark strax og leggjast aftarlega. Við eigum í erfiðleika með að brjóta þá á bak aftur. Þeir komast í 0-2 með rugluðu marki eftir skyndisókn. Við minnkuðum muninn með marki úr aukaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir. Við fengum svo aðra aukaspyrnu úti á kanti á 96. mínútu og jöfnuðum. Þróttur Vogum tók einn langan eftir miðjuna, við sköllum í burtu og þá var flautað af."

„KFA leikurinn, við vorum alltaf að fara vinna hann, það var aldrei stress, allavega ekki hjá mér. Við vissum að ef við myndum skora eitt þá myndu þeir reyna stíga aðeins hærra, sem þeir gerðu. Við þurftum bara að brjóta þá strax og við gerðum það. Þetta var bara búið eftir tíu mínútur þótt enginn hafi bara hætt þá, en maður vissi að þeir kæmu aldrei til baka."


„Geggjað að klára þetta svona"
Hugsaðir þú þegar þið jöfnuðuð heima gegn Þrótti Vogum að það væri alveg klárt að þið færuð upp?

„Já, ég var viss. Við erum með spænskan aðstoðarþjálfara sem kallaði á spænska leikmanninn okkar og hann sagði að staðan væri jöfn hjá Víkingi Ólafsvík. Spánverjinn kemur að mér og lætur vita að við þurfum bara jafntefli. Það var mjög fínt að vita það. Við hefðum aldrei fagnað svona mikið ef við hefðum ekki vitað að það hefði verið jafntefli í hinum leiknum. Þetta var bara eins og algjör sigur."

„Þegar við jöfnuðum þá vorum við búnir að sækja stanslaust í einhverjar tíu mínútur. Boltinn fer út á kant og við fáum aukaspyrnu, mjög skrítið brot því boltinn var bara að fara út af. Við vorum allir komnir inn á teiginn, hár bolti og Juan hafsent skallar boltann upp í samskeytin og allt trylltist."

„Það var bara algjörlega geggjað að klára þetta tímabil svona með Völsungi og kveðja með því að komast upp um deild."

   15.09.2024 08:30
Jakob Gunnar endaði með 25 mörk - „Var þetta nokkurn timann spurning?"

Jafnaði markametið í skóm frænda síns
Jakob skoraði 25 mörk í sumar. Hann fór aðeins yfir markmiðasetninguna í sumar, byrjaði á því að stefna á átta mörk en hvernig þróaðist þetta eftir að þeim áfanga var náð?

„Ég reyndi alltaf að setja markmið sem raunhæft væri að ná því það er alltaf gott að ná markmiðunum sínum. Ég endaði á því að stefna á 20 mörk. Ég náði því eftir 20 leiki, ég setti ekkert markmið eftir það, en auðvitað vildi ég alltaf bæta markametið. Ég náði metinu á endanum."

Jakob bætti árangur frænda síns frá árinu 2017 en Sæþór Olgeirsson skoraði þá 23 mörk með Völsungi í 2. deild. Jakob setti metið í gömlum skóm af Sæþóri en skórnir hans Jakobs rifnuðu skömmu fyrir leik og þá var gripið í gömlu skóna hans Sæþórs. Jakob spilaði lokaleik tímabilsins í skóm Sæþórs og skoraði fernu.

Það vekur athygli að Völsungur hefur átt fjóra markakónga á síðustu átta árum í 2. deild. Sæþór náði að afreka það tvívegis og Áki Sölvason náði því tímabilið 2022.

Markametið í 2. deild er 25 mörk en það var sett árið 1981 (Daníel Einarsson, Víðir) og jafnað aftur 1987 (Steindór Elísson, ÍK). Á þessari öld var hæsti markafjöldi 24 mörk áður en Jakob bætti það.

Jakob segist hafa vitað snemma móts að hann yrði markakóngur deildarinnar. „Það var í svona 8. umferð, ég var kominn alltof langt á undan. Eftir það snerist þetta bara um að halda áfram að skora." Næsti maður á eftir honum var Gonzalo Zamorano sem skoraði 17 mörk.

Sjálfstraustið lykilatriði
Jakob skoraði eitt mark tímabilið 2023. Er þetta bara sjálfstraust?

„Sjálfstraustið spilar mikið inn í, þú þarft alltaf að hafa sjálfstraust til að ná að klára færin. En ég tek ekkert af liðsfélögunum því ég skora fullt af mörkum sem voru bara sett upp á disk. Sjálfstraustið er númer eitt í þessu."
   17.09.2024 14:20
Þjálfari Völsungs um Jakob Gunnar: Bara rugl, algjört rugl

Völsungur mun halda sér uppi
Jakob telur að Völsungur eigi séns á að halda sér uppi í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

„Ég held að þeir haldi sér uppi. Það kemur liðsstyrkur, en ég má ekkert segja meir."

Að lokum segist hann mjög spenntur fyrir því að spila í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Núna er þetta þannig að ég fer suður í nóvember og æfi með KR. Svo kem ég heim í lokapróf, tek jólin heima og flyt svo suður. Ég flyt til tengdaforeldra pabba. Ég þarf að sækja um í skóla eftir áramót, stefnan er að fara í MK," segir Jakob.
   17.09.2024 13:00
Pikkfastir uppi á fjalli í sigurvímu - „Ótrúleg gleði í flestum þrátt fyrir það"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner