Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir í stúkunni í fyrri hálfleik: Gat ekki öskrað í 90 mínútur
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi í Katar, var ánægður eftir bikarsigur á Al Sailiya í dag.

Al Arabi lenti 1-0 undir í leiknum en tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna 4-1.

„Ég er stoltur af frammistöðu leikmanna," sagði Heimir eftir sigurinn en Al Arabi er komið í undanúrslit Emir-bikarsins. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, lék á miðjunni hjá Al Arabi og lagði upp mark í dag.

Heimir byrjaði leikinn í stúkunni en kom á hliðarlínuna í seinni hálfleiknum. Hann er ekki lengur með veiruna en er ekki enn búinn að jafna sig 100 prósent.

„Við ákváðum það fyrir leikinn af því það var ekki mögulegt fyrir mig að öskra í 90 mínútur," sagði Heimir eftir sigurinn.

Hann er með góða menn í þjálfarateyminu sem stýrðu liðinu frá hliðarlínunni til að byrja með. Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson eru aðstoðarþjálfarar hans.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner