Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. mars 2021 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson: Verður að heita Burnley til að fá hrósið
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace.
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
„Þetta er stórkostlegt stig," sagði Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, eftir markalaust jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Palace varðist vel og fékk tækifæri undir lokin til að vinna leikinn, en Dean Henderson varði vel frá Patrick van Aanholt.

„Í hvert skipti sem þú spilar gegn Manchester United, þá veistu að það verður erfiður leikur. Þeir hafa eytt miklum pening í að búa til gott lið. Við gerðum þeim erfitt fyrir og þeir fengu ekki mörg færi. Ef einhver hefði sagt fyrir leikinn að við myndum gera jafntefli, þá hefði ég verið mjög ánægður með það."

„Þú verður að heita Burnley til að fá hrósið. Við er eitt af fáum félögum deildarinnar sem hefur fengið meiri pening inn en það hefur eytt á leikmannamarkaðnum frá því ég kom hingað. Við vorum að spila við lið sem hefur eytt hálfum milljarði punda á markaðnum. Ég er mjög stoltur."

Hodgson greinilega eitthvað ósáttur við það að Burnley sé hrósað meira en Palace, en hann var mjög ánægður með stigið í kvöld.

„Það hefði verið fínt að fá þrjú stig en stundum líður manni eins og eitt stig séu þrjú."

Um framtíð sína sagði Hodgson: „Ég er að verða 74 ára! Einhvern tímann verð ég að hugsa um framtíðina en núna er ég bara njóta þess að spila leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner