Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Munið þið hvað gerðist þegar Man Utd fór á Anfield?
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, minnti alla á að liðið getur ekki vanmetið nágranna þeirra i Manchester United þegar liðin mætast á Etihad í dag.

Man City er ríkjandi Englands, bikar og Evrópumeistari. Liðið er í harðri titilbaráttu við Liverpool og Arsenal á meðan United er að berjast um að komast í Meistaradeildina.

Gengið þeirra hefur verið afar ólíkt síðustu ár. Man City hefur verið besta lið Bretlandseyja en United afar sveiflukennt.

Guardiola mun ekki vanmeta andstæðing sinn og benti á eina staðreynd.

„Munið þið hvað gerðist þegar United fór á Anfield á síðasta tímabili? Það endaði 7-0. Munið þið hvað var sagt? [fyrir leik liðanna á Anfield fyrr á þessu tímabili] 'Hvað mun Liverpool skora mörg mörk? Þetta verður auðvelt fyrir Liverpool'. Liverpool vann ekki leikinn.“

„United er United. Þetta er Manchester United,“
sagði Guardiola.

Man City er fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool og þarf sigur til að halda í við erkifjendur sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner