Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Versta klúður tímabilsins?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er með þeim betri í heiminum að klára færi en hann sýndi í dag að hann er mannlegur eins og við hin.

Haaland fékk algert dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks. Rodri kom boltanum á Phil Foden sem skallaði hann beint fyrir Haaland.

André Onana, markvörður United, var kominn úr markinu og því stóð Haaland einn fyrir framan autt mark.

Norðmaðurinn hefur verið um það bil einum og hálfum meter í mesta lagi frá markinu, en setti hann yfir á einhvern ótrúlegan hátt. Líklega klúður tímabilsins.

Það þarf eitthvað meira til að brjóta niður Haaland, því hann skoraði þriðja mark Man City undir lokin og bætti því upp fyrir þetta svakalega dauðafæri.


Athugasemdir
banner
banner