Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 03. maí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Þetta er þrefalt brot
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, segir það hafa verið þungt högg að horfa aftur á jöfnunarmark Stjörnunnar í sjónvarpi eftir leik liðanna á mánudag.

Daníel Laxdal jafnaði undir lokin en Grindvíkingar vildu bæði fá brot og rangstöðu í aðdraganda marksins.

„Það er þrefalt brot í þessu tilfelli en við fengum ekkert og þeir jöfnuðu. Þannig er staðan," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag.

„Í aðdragandanum að aukaspyrnunni er Gunni Þorsteins rifinn niður, svo er rangstaða og þar á eftir er keyrt inn í markvörðinn hjá okkur. Þetta er þrefalt brot."

„Þetta er bara hluti af leiknum og við dveljum ekkert við þetta. Það er bara áfram gakk."

Smelltu hér til að horfa á markið á Vísi

Grindvíkingar hafa lengi verið í leit að varnarmanni og sú leit stendur ennþá yfir.

„Við erum með ákveðna leikmenn í sigtinu og erum að vinna í þessum málum. Það er betra að vanda sig en flýta sér og taka eitthvað sem virkar ekki. Við erum að vanda okkur og skoða þetta vel," sagði Óli.

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Víkingi R. á mánudaginn. Andri Rúnar Bjarnason meiddist gegn Stjörnunni og óvíst er með þátttöku hans í næsta leik. Fyrir á meiðslalistanum eru Rodrigo Gomes Mateo, Juan Ortiz Jimenez og Marinó Axel Helgason.

„Við erum með ágætis hóp og fyllum upp í þessi skörð fyrir næsta leik. Rodri er líklega næstur inn og hann er spurningamerki fyrir Víkings leikinn," sagði Óli.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner