Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. júlí 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
EM spáin - Hver vegur að heiman er vegurinn heim
Harry Maguire, varnarmaður Englands.
Harry Maguire, varnarmaður Englands.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
Englendingar slógu út Þjóðverja í 16-liða úrslitum EM og munu í kvöld klukkan 19 mæta Úkraínu á Ólympíuleikvangnum í Róm. Úkraína vann frábæran sigur í Svíþjóð í liðinni viku.

Spámenn Fótbolta.net eru Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður og Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum

Tómas Þór Þórðarson

Úkraína 0 - 2 England
Þessi er vissulega í Rómarborg en hver vegur að heiman er vegurinn heim og eftir fimmta leikinn án þess að fá á sig mark hefst alvöru vegferð enskra að sigrinum á heimavelli í næstu umferð. Þetta verður tiltölulega þægileg fæðing gegn Úkraínu sem er vafalítið komið lengra en þeir bjuggust við.

Benedikt Bóas Hinriksson

Úkraína 1 - 0 England
Ég þoli ekki enska landsliðið og spái þeim alltaf slæmu gengi. Fer ekkert að breyta því. Mínir menn í Úkraínu eru laskaðir, þreyttir og eiginlega alveg tómir á tanknum en munu komast í gegnum þessa hindrun. Það má ekki gerast að Pickford fái ekki á sig mark í þessu móti. Þá fer fólk að halda að hann geti eitthvað í marki. Hann er góður að dúndra fram en ekkert meir. Ég vona að þetta fari svona en ég óttast að Englendingar valti yfir Úkraínu með fullt af ferskum fótum á meðan tankurinn virkaði tómur hjá Andriy Shevchenko og hans mönnum.

Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke

Úkraína 0 - 2 England
Ekki séns að Southgate fái á sig mark gegn Úkraínu. Þetta verður þolinmæðisverk og ekkert endilega mikil skemmtun en Englendingar halda áfram á sinni vegferð í þessu stórmóti. Sancho fær mínútur og Kane skorar en Luke Shaw verður áfram besti maður Englendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner