Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cenk Tosun aftur til Besiktas (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Tyrkneska stórveldið Besiktas er búið að krækja í Cenk Tosun sem kemur á frjálsri sölu eftir fjögur og hálft ár hjá Everton.


Tosun er 31 árs gamall og hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði. Hann var lánaður til Besiktas í fyrra og skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í fjórum leikjum en var meiddur og svo með Covid restina af lánstímanum.

Tosun fann aldrei taktinn hjá Everton og skoraði í heildina 11 mörk í 61 leik. Þar áður var hann hjá Besiktas og gerði 64 mörk í 142 leikjum. Everton borgaði um það bil 27 milljónir punda fyrir sóknarmanninn í janúar 2018.

Tosun gerir eins árs samning við Besiktas sem endaði óvænt í sjötta sæti deildarinnar í vor eftir að hafa orðið meistari í fyrra.

Tosun hefur unnið deildina þrisvar sinnum með Besiktas og hefur skorað 18 mörk í 45 landsleikjum fyrir Tyrkland.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner