Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert nýtti tækifærið og skoraði í sigri - Viking ekki unnið deildarleik síðan í maí
Hólmbert Aron er kominn með átta mörk fyrir Lilleström í deild- og bikar.
Hólmbert Aron er kominn með átta mörk fyrir Lilleström í deild- og bikar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur lítið upp hjá Samúel Kára og liðsfélögum hans í Viking
Það gengur lítið upp hjá Samúel Kára og liðsfélögum hans í Viking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson gerði þriðja deildarmark sitt í kvöld er Lilleström vann Kristiansund, 3-1, í norsku deildinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliði Lilleström í deildinni á þessari leiktíð en þetta var aðeins fjórði leikurinn sem hann byrjar.

Hann nýtti sér það til fulls og gerði þriðja mark Lilleström í leiknum en liðið lenti 1-0 undir í hálfleik en náði að snúa við taflinu í þeim síðari og gera þrjú mörk.

Mark Hólmberts kom á 87. mínútu en Akor Jerome Adams sendi á Hólmbert sem lyfti boltanum yfir markvörð Kristiansund og í netið.

Þetta var þriðja mark hans í deildinni en hann er með átta mörk í heildina á tímabilinu. Hann lék allan leikinn í kvöld. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inná sem varamaður hjá Kristiansund á 77. mínútu.

Lilleström er á toppnum með 30 stig en Kristiansund í neðsta sæti með eitt stig.

Fylkismaðurinn Ari Leifsson lék allan leikinn í vörn Strömsgodset sem tapaði fyrir Álasundi, 1-0. Strömsgodset er í 5. sæti með 20 stig.

Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson byrjuðu báðir er Viking gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg. Samúel fór af velli í hálfleik en Viking hefur ekki unnið deildarleik síðan 16. maí. Liðið hefur tapað þremur og gert þrjú jafntefli. Þrátt fyrir það situr liðið í 3. sæti deildarinnar með 22 stig.

Aron Bjarna í sigurliði

Aron Bjarnason spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Sirius sem vann Norrköping, 1-0. Sirius er í 10. sæti sænsku deildarinnar með 17 stig. Ari Freyr Skúlason spilaði þá allan leikinn á miðjunni hjá Norrköping, sem er sæti neðar með 15 stig.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 74. mínútu er Elfsborg gerði 1-1 jafntefli við topplið Häcken. Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekknum hjá Elfsborg en Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki með Häcken í dag.

Elfsborg er í 7. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner