þri 03. ágúst 2021 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Gary Neville: Kane hlýtur að vera mjög pirraður á stöðunni
Harry Kane vill fara frá Tottenham
Harry Kane vill fara frá Tottenham
Mynd: Getty Images
„Ef hann átti að mæta á æfingu á mánudag þá hefði hann átt að mæta. Það er engin afsökun að mæta ekki á æfingu, maður þarf að mæta og sinna vinnunni. Hins vegar hef ég unnið með Harry Kane og ég veit ekki um meiri fagmann en hann. Kane gerir allt rétt, sem hlýtur að þýða að hann sé mjög pirraður á stöðunni," sagði Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, um Harry Kane og ágreining hans við Tottenham Hotspur.

Kane átti að mæta á æfingu Tottenham í gær eftir sumarfrí en var hvergi sjáanlegur. Hann skrópaði einnig á æfingu í morgun en búist er við að hann mæti aftur til æfinga um helgina.

Framherjinn vill fara frá Tottenham og er Manchester City sagt í viðræðum við félagið um kaup á honum. Tottenham vill eitthvað í kringum 160 milljónir punda en City er þó ekki tilbúið að bjóða svo hátt.

Kane var markahæsti maður deildarinnar á síðasta tímabili og með flestar stoðsendingar en það hefur ekki verið nóg til að færa honum titil.

„Það hefur eitthvað slæmt gerst sem varð til þess að þessi atburðarrás á sér stað. Það er ekki hægt að afsaka það að hann mæti ekki. Hann þarf að virða liðsfélagana, vera með þeim í búningsklefanum en það er einhver ágreiningur. Kane fann eftir síðasta tímabil að eitthvað var að gerast."

„Hann er að berjast við Daniel Levy og ekki margir sem gera það og hafa betur í þeim bardaga. Það verður fróðlegt að sjá hvaða lið þetta er en það virðist vera Man City. Félagið lagði fram tilboð og komu með tilboð sem var ekki nóg. Harry finnst það vera nóg en Levy er ósammála."

„Vonandi ná þeir samkomulagi. Ef þeir geta það þá verður þetta svolítið vesen í nokkrar vikur. Harry vill fara og það er enginn vafi á því, það vita það allir. Ég get séð af hverju hann vill fara. Hann vill fara og vinna bikar, berjast um deildartitla. Tottenham er sennilega ekki að fara að gera það næstu árin og hafa ekki unnið neitt í 20-30 ár."

„Hann átti að mæta en það hlýtur að vera svakalegur ágreiningur í gangi því hann er mesti fagmaður sem ég veit um í fótbolta og gerir ekki feilspor,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner