Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. ágúst 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Nær KA að svara sigri Breiðabliks?
Mynd: Haukur Gunnarsson
Það fara fram tveir leikir í Pepsi Max-deild karla í kvöld en leikið er á tveimur mismunandi tímum um kvöldið.

Í gær fór fram einn leikur en Breiðablik vann þá lið Víkings 4-0 og er fjórum stigum frá toppliði Vals.

KA getur jafnað Blika að stigum með heimasigri í dag en liðið fær Keflavík í heimsókn á Akureyri.

Keflvíkingar eru í áttunda sætinu með 16 stig og geta nánast bjargað sér frá falli með þremur stigum.

Í hinum leiknum eigast við Fylkir og Leiknir Reykjavík á Fylkisvelli þar sem mikið er undir og þá sérstaklega fyrir það fyrrnefnda.

Fylkir er fjórum stigum frá fallsæti fyrir leikinn en Leiknir sjö stigum og er því í ákjósanlegri stöðu.

þriðjudagur 3. ágúst

Pepsi Max-deild karla
18:00 KA-Keflavík (Greifavöllurinn)
19:15 Fylkir-Leiknir R. (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner