Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. ágúst 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katla ein af efnilegustu stelpum landsins
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hefur trú á því að Katla Tryggvadóttir, ungur leikmaður liðsins, geti náð mjög langt á sínum ferli.

Katla, sem er fædd árið 2005, kom inn á sem varamaður þegar Valur lagði Fylki að velli, 5-1, í Pepsi Max-deild kvenna síðastliðið föstudagskvöld.

Katla varði fyrri hluta tímabilsins hjá KH í 2. deild þar sem hún skoraði sex mörk í fjórum leikjum.

„Ég held að Katla sé ein af efnilegustu stelpum landsins. Að geta sett hana inn á í svona leik var mjög gott, fyrir hana að sýna hvað hún getur. Hún sýndi það út á vellinum," sagði Pétur í viðtali við Fótbolta.net.

Nýju leikmennirnir
Valur bætti við sig tveimur leikmönnum í síðasta félagaskiptaglugga. Lára Kristín Pedersen og Cyera Makenzie Hintzen komu til félagsins. Hvernig hafa þær verið að koma inn?

„Bara frábærlega. Lára hefur staðið sig æðislega vel og Cyera líka. Þær eru búnar að standa sig frábærlega vel," sagði þjálfari Valsliðsins.

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Pétur Péturs: Eiður á mikið hrós skilið fyrir þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner