Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   þri 03. ágúst 2021 21:18
Daníel Smári Magnússon
Sigurður Ragnar: Kalla eftir því að fleiri skori mörk
Sigurður Ragnar var sáttur með margt í leik sinna manna.
Sigurður Ragnar var sáttur með margt í leik sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum klárlega okkar tækifæri í leiknum og það var margt mjög gott í leiknum. Það er ekki alltaf allt slæmt þegar maður tapar, en við þurfum að fara betur yfir hvernig við fengum þessi mörk á okkur. Mér fannst við gefa þeim ótrúlega auðveld mörk í dag,'' sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-1 tap gegn KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Keflavík

Joey Gibbs hefur borið hitann og þungann hvað sóknarleik Keflavíkur varðar, á því varð engin breyting í dag þar sem að hann skoraði úr vítaspyrnu sem að hann fiskaði sjálfur, en Sigurður Ragnar kallar eftir framlagi frá fleirum í liðinu.

„Joey Gibbs hefur staðið sig frábærlega, er kominn með einhver 9 mörk en ég kalla eftir því að fleiri skori mörk fyrir okkur og líka þeir sem fá að koma inná í leikjunum okkar. Það hefur vantað í sumar að þessi senter nr. 2 sé líka að skora mörk.''

Mikill stígandi hefur verið í leik Keflavíkur eftir afleita byrjun þar sem að uppskeran var 3 stig eftir 6 umferðir. Sigurður er ánægður með framfarir liðsins.

„Staðan í dag er allt önnur og síðustu 7-8 leikir hafa bara verið mjög fínir. Við höfum verið inní þessum leikjum á móti mjög sterkum liðum,'' sagði Sigurður.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner