Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. ágúst 2022 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Cucurella fer til Chelsea „here we go!" - Colwill til Brighton
Cucurella skrifar undir sex ára samning við Chelsea, sem gildir til 2028.
Cucurella skrifar undir sex ára samning við Chelsea, sem gildir til 2028.
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano hefur skellt sinni eigin útgáfu af (Staðfest) fyrir aftan félagsskipti Marc Cucurella til Chelsea. Leikmaðurinn virtist vera á leið til Manchester City þar til Chelsea stal honum með hærra kauptilboði.

Cucurella er vinstri bakvörður frá Spáni, fæddur 1998, og mun berjast við Ben Chilwell um byrjunarliðssæti. Þessi kaup skapa rými fyrir sölu á Marcos Alonso til Barcelona.

Cucurella var frábær með Brighton á síðustu leiktíð og heimtaði félagið 50 milljónir punda til að selja leikmanninn. Man City neitaði að fara yfir 40 milljónir og ákvað Chelsea að nýta tækifærið til að stela bakverðinum.

Chelsea endar á að borga meira en 50 milljónir fyrir Cucurella og fer hinn bráðefnilegi Levi Colwill einnig yfir til Brighton.


Athugasemdir
banner
banner