Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
Leiðin úr Lengjunni: Þór í kjörstöðu og toppsætið innan seilingar hjá Þrótti
Staðan tekin fyrir endasprettinn í neðri deildunum! 
Útvarpsþátturinn - Afhroð í Kóngsins og spáin fyrir enska
   lau 03. september 2016 19:25
Elvar Geir Magnússon
Oliver Sigurjóns: 1-0 ljótur sigur var sanngjarn
Oliver
Oliver
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks og U-21 árs liðs Íslands spjallaði við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

Hann talaði um 1-0 sigur liðsins á Norður-Írum í gær en liðið er í mjög góðri stöðu eftir sigurinn.

„Þetta var í járnum en við alltaf meira með boltann og við unnum fleiri einvígi. Við vorum með þrjú fín færi í seinni hálfleik. 1-0, ljótur sigur var sanngjarn."

Heiðar Ægisson skoraði eina mark leiksins og var Oliver mjög sáttur við samherjann sinn.

„Það er æðislegt að spila með honum. Það er mikil yfirferð á honum og hann les leikinn vel. Hann átti alveg skilið að henda þessu marki beint upp í sammann."

Oliver er sérstaklega ánægður með hvernig varnarvinna liðsins er búin að vera og segir hann fyrirmyndirnar hreinlega vera A-landsliðið.

„Fyrirmyndirnar eru A-landsliðið, þá sér maður hvað menn eru að gera og það virkar," sagði Oliver.
Athugasemdir
banner