AC Milan hefur byrjað afskaplega illa í ítölsku deildinni þetta tímabilið en liðið er aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir.
Paulo Fonseca var ráðinn stjóri liðsins í sumar en hann skrifaði undir þriggja ára samning. Hann tók við af Stefano Pioli sem var látinn taka pokann sinn eftir síðasta tímabil. Giorgi Furlani, framkvæmdastjóri AC Milan, segir að Fonseca sé vel studdur af stjórn félagsins.
„Við styðjum við bakið á Paulo Fonseca og hópinn, það er algjör stuðningur frá félaginu. Við vorum ánægðir með það sem hann gerði á undirbúningstímabilinu. Auðvitað hefðum við viljað vera með níu stig núna en það er engin örvænting," sagði Furlani.
Fonseca var áður stjóri Lille í Frakklandi en Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður franska liðsins.
Athugasemdir