Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
   mið 03. september 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson er ekki ánægður með sína stöðu hjá NK Istra í Króatíu en hann hefur lítið fengið að spila síðan í febrúar. Það eru fimm umferðir búnar af króatísku deildinni þetta tímabilið og hann aðeins fengið nokkrar mínútur.

„Ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég hefði viljað. Maður er aldrei sáttur sem fótboltamaður þegar maður er á bekknum. Ég þarf bara að bíða eftir tækifærinu, þegar það kemur er ég klár," segir Logi við Fótbolta.net.

Hann gekk í raðir Istra í upphafi árs, eftir að hafa leikið með FH í Bestu deildinni. Hefur hann rætt stöðu sína við þjálfarann?

„Ég hef alveg spjallað við hann. Mótið núna er nýbyrjað, það var skipt um þjálfara í sumar. Það eru bara 4-5 leikir búnir núna. Það hlýtur að koma tækifæri."

„Eins og ég segi þá er maður ekki sáttur á bekknum, ég sé hvernig þetta verður fyrir áramót og svo tekur maður stöðuna. Hvort það verði eitthvað annað, maður veit ekki."

Þó Logi fái lítið að spila er hann ánægður með lífið utan vallar í Króatíu og segir gæði deildarinnar mikil.

„Lífið í Króatíu er mjög næs, það er alltaf gott veður og mjög ljúft að vera þarna. Deildin er mjög sterk og það eru stór lið þarna. Levelið er mjög hátt. Mitt lið hefur ekki farið mjög vel af stað núna á þessu tímabili."

Logi er kominn til Íslands þar sem hann er á leið í landsliðsverkefni með U21 landsliðinu en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM. Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, ræðir Logi um komandi leiki og riðil Íslands.
Athugasemdir