Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   mið 03. september 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson er ekki ánægður með sína stöðu hjá NK Istra í Króatíu en hann hefur lítið fengið að spila síðan í febrúar. Það eru fimm umferðir búnar af króatísku deildinni þetta tímabilið og hann aðeins fengið nokkrar mínútur.

„Ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég hefði viljað. Maður er aldrei sáttur sem fótboltamaður þegar maður er á bekknum. Ég þarf bara að bíða eftir tækifærinu, þegar það kemur er ég klár," segir Logi við Fótbolta.net.

Hann gekk í raðir Istra í upphafi árs, eftir að hafa leikið með FH í Bestu deildinni. Hefur hann rætt stöðu sína við þjálfarann?

„Ég hef alveg spjallað við hann. Mótið núna er nýbyrjað, það var skipt um þjálfara í sumar. Það eru bara 4-5 leikir búnir núna. Það hlýtur að koma tækifæri."

„Eins og ég segi þá er maður ekki sáttur á bekknum, ég sé hvernig þetta verður fyrir áramót og svo tekur maður stöðuna. Hvort það verði eitthvað annað, maður veit ekki."

Þó Logi fái lítið að spila er hann ánægður með lífið utan vallar í Króatíu og segir gæði deildarinnar mikil.

„Lífið í Króatíu er mjög næs, það er alltaf gott veður og mjög ljúft að vera þarna. Deildin er mjög sterk og það eru stór lið þarna. Levelið er mjög hátt. Mitt lið hefur ekki farið mjög vel af stað núna á þessu tímabili."

Logi er kominn til Íslands þar sem hann er á leið í landsliðsverkefni með U21 landsliðinu en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM. Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, ræðir Logi um komandi leiki og riðil Íslands.
Athugasemdir
banner