Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mið 03. september 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson er ekki ánægður með sína stöðu hjá NK Istra í Króatíu en hann hefur lítið fengið að spila síðan í febrúar. Það eru fimm umferðir búnar af króatísku deildinni þetta tímabilið og hann aðeins fengið nokkrar mínútur.

„Ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég hefði viljað. Maður er aldrei sáttur sem fótboltamaður þegar maður er á bekknum. Ég þarf bara að bíða eftir tækifærinu, þegar það kemur er ég klár," segir Logi við Fótbolta.net.

Hann gekk í raðir Istra í upphafi árs, eftir að hafa leikið með FH í Bestu deildinni. Hefur hann rætt stöðu sína við þjálfarann?

„Ég hef alveg spjallað við hann. Mótið núna er nýbyrjað, það var skipt um þjálfara í sumar. Það eru bara 4-5 leikir búnir núna. Það hlýtur að koma tækifæri."

„Eins og ég segi þá er maður ekki sáttur á bekknum, ég sé hvernig þetta verður fyrir áramót og svo tekur maður stöðuna. Hvort það verði eitthvað annað, maður veit ekki."

Þó Logi fái lítið að spila er hann ánægður með lífið utan vallar í Króatíu og segir gæði deildarinnar mikil.

„Lífið í Króatíu er mjög næs, það er alltaf gott veður og mjög ljúft að vera þarna. Deildin er mjög sterk og það eru stór lið þarna. Levelið er mjög hátt. Mitt lið hefur ekki farið mjög vel af stað núna á þessu tímabili."

Logi er kominn til Íslands þar sem hann er á leið í landsliðsverkefni með U21 landsliðinu en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM. Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, ræðir Logi um komandi leiki og riðil Íslands.
Athugasemdir
banner
banner