Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
   mið 03. september 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Benoný Breki Andrésson í leik með U21 landsliðinu.
Benoný Breki Andrésson í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru geggjaðar aðstæður hjá klúbbnum og allt sem maður þarf. Það er gaman að spila á Englandi, þetta er alvöru klúbbur og alvöru deild," segir sóknarmaðurinn Benoný Breki Andrésson sem er farinn inn í sitt annað tímabil hjá enska C-deildarliðinu Stockport County.

Meiðsli hafa aðeins verið að plaga hann í byrjun móts.

„Ég vil klárlega meira. Ég meiddist eftir fyrsta leik núna, pirrandi tími en ég er búinn að vinna mig til baka og það er gott að fá mínútur núna," segir Benoný, sem er kominn til Íslands í verkefni með U21 landsliðinu.

Hann segir það augljóst markmið hjá Stockport að komast upp í Championship-deildina en liðið er í áttunda sæti eftir fyrstu umferðirnar.

„Klárlega. Byrjunin hefur ekki verið sú besta en við ætlum okkur klárlega upp."

U21 landsliðið er að fara að mæta Færeyjum á morgun í fyrsta leik liðsins í nýrri undankeppni fyrir EM. Benoný segir að færeyska liðið sé sýnd veiði en ekki gefin.

„Þetta er mjög fínt lið, við þurfum að koma 100% í leikinn. Það er ekkert annað í boði. Við ætlum okkur alla leið í undankeppninni," segir Benoný en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner