„Það eru geggjaðar aðstæður hjá klúbbnum og allt sem maður þarf. Það er gaman að spila á Englandi, þetta er alvöru klúbbur og alvöru deild," segir sóknarmaðurinn Benoný Breki Andrésson sem er farinn inn í sitt annað tímabil hjá enska C-deildarliðinu Stockport County.
Meiðsli hafa aðeins verið að plaga hann í byrjun móts.
Meiðsli hafa aðeins verið að plaga hann í byrjun móts.
„Ég vil klárlega meira. Ég meiddist eftir fyrsta leik núna, pirrandi tími en ég er búinn að vinna mig til baka og það er gott að fá mínútur núna," segir Benoný, sem er kominn til Íslands í verkefni með U21 landsliðinu.
Hann segir það augljóst markmið hjá Stockport að komast upp í Championship-deildina en liðið er í áttunda sæti eftir fyrstu umferðirnar.
„Klárlega. Byrjunin hefur ekki verið sú besta en við ætlum okkur klárlega upp."
U21 landsliðið er að fara að mæta Færeyjum á morgun í fyrsta leik liðsins í nýrri undankeppni fyrir EM. Benoný segir að færeyska liðið sé sýnd veiði en ekki gefin.
„Þetta er mjög fínt lið, við þurfum að koma 100% í leikinn. Það er ekkert annað í boði. Við ætlum okkur alla leið í undankeppninni," segir Benoný en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir