Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
   mið 03. september 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Benoný Breki Andrésson í leik með U21 landsliðinu.
Benoný Breki Andrésson í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru geggjaðar aðstæður hjá klúbbnum og allt sem maður þarf. Það er gaman að spila á Englandi, þetta er alvöru klúbbur og alvöru deild," segir sóknarmaðurinn Benoný Breki Andrésson sem er farinn inn í sitt annað tímabil hjá enska C-deildarliðinu Stockport County.

Meiðsli hafa aðeins verið að plaga hann í byrjun móts.

„Ég vil klárlega meira. Ég meiddist eftir fyrsta leik núna, pirrandi tími en ég er búinn að vinna mig til baka og það er gott að fá mínútur núna," segir Benoný, sem er kominn til Íslands í verkefni með U21 landsliðinu.

Hann segir það augljóst markmið hjá Stockport að komast upp í Championship-deildina en liðið er í áttunda sæti eftir fyrstu umferðirnar.

„Klárlega. Byrjunin hefur ekki verið sú besta en við ætlum okkur klárlega upp."

U21 landsliðið er að fara að mæta Færeyjum á morgun í fyrsta leik liðsins í nýrri undankeppni fyrir EM. Benoný segir að færeyska liðið sé sýnd veiði en ekki gefin.

„Þetta er mjög fínt lið, við þurfum að koma 100% í leikinn. Það er ekkert annað í boði. Við ætlum okkur alla leið í undankeppninni," segir Benoný en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir