
Íslenska landsliðið er við æfingar fyrir komandi leiki við Aserbaídsjan og Frakkland. Um er að ræða fyrstu leikina í undankeppni HM 2026.
Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli á föstudag og leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Ljósmyndari okkar var á æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag.
Athugasemdir