Fenerbahce er með Luciano Spalletti, fyrrum þjálfara ítalska landsliðsins, sem mögulegan arftaka Jose Mourinho.
Mourinho var rekinn eftir að liðið tapaði gegn Benfica og komst þar með ekki í Meistaradeildina. Ólga var komin í samband hans við stjórn tyrkneska félagsins.
Spalletti er nú án starfs eftir að hafa sagt upp sem þjálfari Ítalíu í kjölfar 3-0 ósigurs gegn Noregi.
Á meðal annarra þjálfara á blaði Fenerbahce eru Ange Postecoglou og Sergio Conceicao. Komandi forsetakosningar félagsins gætu haft mikil áhrif á val nýs þjálfara.
Athugasemdir